top of page
stofa.jpg

Margrét Arnljótsdóttir

Margrét-Arnljótsdóttir.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Margrét er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Henni hættir til að fá áhuga á því sem hún er að sinna hverju sinni, hvort sem það er þunglyndi, kvíði, streita, áföll, eða hvernig lífið mótar hvern einstakling. Síðustu 20 árin hefur hún aðallega beint kröftum sínum að Núvitund og Compassion Focused Therapy eða Samkenndarmiðaða meðferð.   

 

Menntun 

Margrét  lauk BA námi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1977 og meistaraprófi í frá Háskólanum í Manchester 1980. Hún hefur sinnt sí og endurmenntun allt frá því að hún útskrifaðist sem sálfræðingur. Hún var meðal annars fyrsti íslenski sálfræðingurinn sem fékk Post-graduate Diploma frá Newcastle 1992-93 sem HAM meðferðaraðili, hún lauk síðar tveggja ára handleiðaranámi í Hugrænni Atferlismeðferð frá Oxford, hún hefur sótt EMDR þjálfun, þjálfun sem kennari í Núvitund frá University of Bangor og einnig frá Oxford, Núvitund og samkennd í eigin garð frá Kristin Neff og Christopher Germer Síðustu árin hefur hún setið fjölmörg námskeið í Samkenndarmiðaðri meðferð hjá Paul Gilbert og fleirum.

 

Starfsreynsla 

Margrét hefur unnið sem sálfræðingur  frá 1980. Fram til ársins 2000 vann hún fyrst og fremst með börnum og fjölskyldum þeirra við sálfræðideild skóla, í leikskólum og grunnskólum. Hún starfaði við barnaverndarmál á vegum Félagsþjónustu Reykjavíkur og geðrænan vanda barna hjá BUGL, ásamt stofurekstri frá árinu 1993. Á þessum árum hafði hún m.a. áhuga á bekkjaranda, og var m.a. frumkvöðull í að vekja athygli á nauðsyn þess að taka á einelti innan grunnskóla. Hún hafði einnig áhuga á hvernig áföll móta hvern og einn og vann t.d. með Grunnskóla Súðavíkur í eitt ár í framhaldi af snjóflóðunum þar.  Árið 2000 snéri hún sér alfarið að fullorðnum, hætti að starfa á stofnunum sem sinna börnum og fór að vinna á Heilsustofnun í Hveragerði í hlutastarfi auk þess að halda áfram að starfa á stofu. Það var á Heilsustofnun í Hveragerði sem hún fór að skoða rannsóknir á núvitund og fór að nema og kenna núvitund bæði í Hveragerði og einnig í Reykjavík.  Margrét hefur kennt á Háskólastigi, aðallega sinnt endurmenntun fagfóllks, verið kennari og handleiðari í HAM náminu á Íslandi.  Síðustu árin hefur hún einbeitt sér að kennslu í núvitund, samkennd og samkenndarmiðaða meðferð/þjálfun (CFT/CMT) m.a. staðið fyrir og kennt í námi fyrir sálfræðinga í Samkenndarmiðaðri meðferð.    

 

margreta@nuvitundarsetrid.is

bottom of page