top of page
stofa.jpg
AnnaDoralitur.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Anna Dóra er sálfræðingur (sérfræðingur í klínískri sálfræði), félagsráðgjafi og núvitundarleiðbeinandi. Hún sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna á stofu og leiðir hópnámskeið. Sérsvið hennar eru þunglyndi, kvíði og streita. Hún vinnur jafnframt með áföll og annan tilfinningavanda daglegs lífs. Hún sérsníðir meðferðarvinnu að einstaklingum og beitir einna helst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), EMDR, núvitundar og samkenndar. 

 

Menntun 

Anna Dóra lauk mastersgráðu í klínískri sálfræði við Macquarie háskólann í Sydney, Ástralíu, árið 2005 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2019. Áður hafði hún lokið félagsráðgjafanámi við Háskóla Íslands árið 2001 og mastersgráðu í núvitund við Bangor háskólann í Wales, UK, árið 2016. Hún hefur sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð HAM, EMDR og núvitundar- og samkenndarnámskeið og hefur starfsleyfi til að vinna sem sálfræðingur í Bretlandi og er félagi í breska HAM félaginu (BABCP) og íslenska HAM félaginu. Hún hefur einnig lokið handleiðslunámi í núvitund og er í handleiðslufélagi Mindfulness Network í UK. 

 

Starfsreynsla 

Anna Dóra hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2006, fyrst sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss til ársins 2007. Hún vann sem HAM meðferðaraðili á heilsugæslustöðvum í St. Albans í Bretlandi (IAPT) á árunum 2008-2011. Hún vann síðan sem sálfræðingur í Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur á vegum Velferðarsviðs á árunum 2011-2018. Frá 2015 hefur hún rekið eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu þar sem helstu verkefni hennar er klínísk einstaklingsmeðferð og hópnámskeið. Samhliða því hefur hún sinnt kennslu í núvitund á háskólastigi, handleiðslu fagfólks og nema í núvitund, tekið þátt í rannsóknarvinnu og haldið fjölda námskeiða í núvitund og samkennd fyrir klíníska hópa, fagaðila, almenning og starfsmenn fyrirtækja.  

 

annadora@nuvitundarsetrid.is

Anna Dóra Frostadóttir

bottom of page