Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Sérfræði- og áhugasvið:
Pálína er sálfræðingur, núvitundar-, samkenndar- og PNT: (Positive Neuroplsticity Training) kennari .
Hún hefur reynslu af meðferð geðræns vanda fullorðinna s.s. , vímuefnavanda, streitu, þunglyndis, kvíða og tilfinningalegra erfiðleika. Meðferðarnálgun með HAM (hugræn atferlismeðferð) og einstaklingsmiðaðri nálgun PNT, samkenndar og núvitundar.
Menntun:
Pálína lauk BA námi í sálfræði frá Háskóla Íslands, 2008 og rannsóknarmeistaranámi: MSc, frá sama skóla 2012. Hún hefur sótt ráðstefnur, margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð HAM námskeið í núvitundarmiðaðri hugrænni meðferð (MBCT) á vegum Oxford Mindfulness Centre í Bretlandi, hjá Zindel Segal í Earth Rise Center í Kalíforníu, MBSR (núvitund gegn streitu) hjá JKZ í University of Massachusetts Medical School, PNT hjá Rick Hanson Kaliforníu og lokið kennsluþjálfun í Núvitaðri samkennd í eigin garð frá Center For Mindful Self-Compassion. Þar að auki hefur hún sótt vinnustofur Paul Gilberts á Íslandi í meðferð sem er byggð á samkennd. Grunnþjálfun í núvitund hlaut hún hjá zen meistara sínum Jakusho Kwong Roshi í Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu.
Starfsreynsla:
Pálína hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2013, fyrst á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss um nokkurra ára skeið. Þar sinnti hún einstaklings- og hópmeðferð á dagdeild, ásamt því að flytja fræðsluerindi og að leiða núvitundarnámskeið gegn vímuefnavanda. Pálina var síðast sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Núvitundaretrin, en býr núna á Tenerife og vinnur mest megnis í fjarvinnu, með megin áherslu á námskeið í PNT og sjálfstyrkingu með HAM og núvitundaráherslu.