top of page
stofa.jpg
Solveg.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Sólveig er sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði og núvitundarleiðbeinandi. Hún starfar m.a. á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem hún sinnir meðferð við tilfinningavanda barna og unglinga auk ráðgjöf til foreldra.  Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð og núvitund og leiðir hópmeðferð fullorðinna með þeirri nálgun.  

Menntun 

Sólveig lauk cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2005 og fékk sérfræðiviðurkenningu í klínískri barnasálfræði árið 2015. Hún lauk sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð frá EHÍ 2013 og kennsluþjálfun í Núvitund á vegum Núvitundarsetursins og Bangor háskóla. Sólveig hefur hlotið þjálfun í EMDR meðferð. Auk þess er hún lærður jógakennari og leiðsögumaður.  

Starfsreynsla 

Sólveig hefur fjölþætta reynslu við meðferð og greiningar barna og unglinga en hún hefur m.a. unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), Greiningar- og rágjafastöð ríkisins (GRR) og núna á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Hún hefur sinnt einstaklings- og hópmeðferð barna og fullorðinna, verið með ráðgjöf til foreldra barna með hegðunar og tilfinningavanda og þróað hópmeðferð byggða á HAM, DAM og núvitund fyrir unglinga.  

solveig@nuvitundarsetrid.is 

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir

bottom of page