top of page
aefingar.jpg

Kennsluþjálfun

Núvitundarsetrið stendur reglulega fyrir kennsluþjálfun fyrir þá sem þegar hafa tileinkað sér núvitund og vilja stíga þau spor að leiða aðra í gegnum núvitundarþjálfun. 

 

Boðið er reglulega upp á kennsluþjálfun fyrir þá sem hafa áhuga á að kenna börnum og unglingum núvitund. Núvitundarsetrið er í samstarfi við Youth Mindfulness og The Present.  Mögulegt er að fara í gegnum kennsluþjálfun á ensku í gegnum þessi samtök en fá námsefni og handleiðslu á íslensku í gegnum Núvitundarsetrið. Ef áhugi er á að fá þessa kennsluþjálfun á íslensku er hægt að skrá sig á safnlista í gegnum netfangið bryndisjona@nuvitundarsetrid.is

 

Einnig er reglulega boðið upp á kennsluþjálfun í íslensku námsefni fyrir unglinga sem kallast Núvitund – að þjálfa huga og hjarta.

 

Vinsamlegast hafið samband við Bryndísi Jónu Jónsdóttur ef óskað er eftir frekari upplýsingum varðandi kennsluþjálfun í námsefni fyrir börn og unglinga í gegnum netfangið bryndisjona@nuvitundarsetrid.is.

Á árunum 2019-2022 bauð Núvitundarsetrið upp á kennsluþjálfun í núvitund fyrir fagaðila í samstarfi við Mindfulness Network og Bangor háskólann í Bretlandi. Hins vegar fer þjálfunin núna alfarið fram í gegnum Mindfulness Network. Frekari upplýsingar má finna hér að neðan.

bottom of page