Jóga og slökun
eftir vinnu
Í byrjun september mun Núvitundarsetrið bjóða upp á jóga og slökun eftir vinnu. Alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17-18 mun Stefán Atli Thoroddsen, jógakennari, leiða iðkendur í gegnum æfingar sem næra líkama og huga í senn.
Tímarnir eru opnir öllu fólki og henta sérstaklega fyrir þá sem vilja iðka rólega líkamsrækt og hafa áhuga á að þjálfa núvitund og samkennd í sínu lífi. Markmið æfinganna er að iðkendur efli líkamlegt hreysti, dragi úr streitu og styrki sjálfsvitun sína með hreyfingu, öndun og slökun.
Mánudagar kl. 17-18
Rólegt Yoga og slökun
Mjúk lending inn í nýja viku
Í fyrri hluta tímanna verður leitt í gegnum rólegar líkamlegar æfingar þar sem iðkendur munu losa um spennu og virkja líkamann með einföldum teygjum og öndunaræfingum. Í seinni hluta tímanna verða þeir leiddir inn í stutta Yoga Nidra djúpslökun sem gefur líkama og huga kost á að hvílast þannig að hver iðkandi gengur út endurnærður.
Miðvikudagur kl. 17-18
Yoga Nidra djúpslökun
Streitulosun og jarðtenging
Í tímunum liggja iðkendur hreyfingalausir og eru leiddir inn í liggjandi hugleiðslu. Í djúpslökunarástandi þjálfa iðkendur getu hugans til að halda einbeitingu með þvi að halda athyglinni við líkamann, andardráttinn svo eitthvað sé nefnt. Góðir tímar fyrir fólk sem þarf á hvíld og slökun að halda og/eða upplifir mikla streitu í lífi sínu.
Yoga og slökun eftir vinnu er fullkomið fyrir fólk sem ...
-
... þarf á rólegri líkamsrækt að halda
-
... þarf að róa og skýra hugann
-
... vill þjálfa núvitund og samkennd
-
... vantar verkfæri til að hjálpa sér að vinna úr streitu.
-
... vill sleppa við umferðateppuna miðsvæðis í Reykjavík á leiðinni heim eftir vinnu.
Verðskrá
-
1 tími: 2.500 kr.
-
Klippikort 3 tímar: 7.000 kr.
-
Klippikort 10 tímar: 20.000 kr.
Skráning í tíma rafrænt, í gegnum bókunarkerfi.
Greitt er fyrir staka tíma, kort eða áskriftir á staðnum.
Gagnlegar upplýsingar
-
Komdu með þína eigin jógadýnu eða fáðu lánaða hjá okkur, þér að kostnaðarlausu.
-
Gott er að koma tímanlega og kjarna sig fyrir æfinguna. Salurinn opnar 15 mínútum áður en tíminn byrjar.
-
Mundu eftir vatnsflöskunni!
-
Njóttu þess að vera símalaus í klukkutíma. Flugvélastillingin er alltaf góð.
Um kennarann
Stefán Atli Thoroddsen hefur iðkað Yoga með miklum krafti frá árinu 2012. Árið 2021 aflaði Stefán sér kennararéttindi í faginu (Hatha Yoga, Vinyasa Yoga, Pranayama öndunaræfingar og Yoga Nidra djúpslökun) og hefur frá þeim tíma leitt um 800 Yoga tíma með fjölbreyttu ívafi. Á þessu tímabili hefur Stefán hefur kennt opna tíma, námskeið sem og á vinnustöðum. Stefán leggur mikla áherslu á að mæta nemendum sínum þar sem þeir eru staddir í sinni líkamsrækt og hlakkar til að hjálpa fólki, eftir vinnu, í Núvitundarsetrinu.