Þjónusta
Hjá okkur starfa klínískir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þunglyndi, kvíða, streitu, áföllum, persónuleikaröskunum, alvarlegum geðröskunum, krónískum verkjum, langvarandi veikindum og alls kyns lífskreppum.
Núvitundarsetrið býður reglulega upp á eins þögla hugleiðsludaga í tengslum við námskeiðin.
Jafnframt bjóðast eins dags hlédrög fyrir almenning sem auglýst eru sérstaklega.
Sálfræðingar á Núvitundarsetrinu bjóða fagaðilum upp á handleiðslu í hinum ýmsu nálgunum eins og núvitund, samkennd og HAM.
Núvitundarsetrið býður upp á námskeið inn í fyrirtæki, bæði fyrir starfsmanna-hópa og stjórnendur. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki í auknum mæli óskað eftir núvitundarþjálfun fyrir starfsmenn sína.
Núvitundarsetrið stendur reglulega fyrir kennsluþjálfun fyrir þá sem þegar hafa tileinkað sér núvitund og vilja stíga þau spor að leiða aðra í gegnum núvitundarþjálfun.
Núvitundarsetrið býður upp á gagnreynd námskeið og þjálfun í núvitund og samkennd fyrir fólk á öllum aldri. Þjónustan hentar þeim sem vilja auka lífsgæði sín, eflast í starfi sem og þá sem eru að takast á við andleg eða líkamleg veikindi. Á Núvitundarsetrinu starfa sálfræðingar sem veita einstaklingsviðtöl og handleiðslu. Fagfólk okkar heimsækir oft vinnustaði með fræðslu og námskeið.
Núvitundarsetrið býður upp á námskeið, lengri og styttri fræðslu og vinnustofur fyrir skóla á öllum skólastigum. Hægt er að sérsníða þjónustuna að þörfum hvers skóla fyrir sig. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir til Bryndísar Jónu á netfangið bryndisjona@nuvitundarsetrid.is